12.05.1926
Efri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (1717)

125. mál, seðlaútgáfa

Ingvar Pálmason:

Eins og frv. ber með sjer, er það flutt af meiri hl. fjhn. En jeg tilheyri minni hl., sem ekki getur aðhyllst að flytja það eins og það nú liggur fyrir. — Jeg játa, að eins og málum er nú komið er óhjákvæmilegt að framlengja ákvæðin um seðlaútgáfuna.

Eins og tekið hefir verið fram, felur frv. í sjer meira en þetta. Jeg hefi ekkert að athuga við 2. gr. eins og hún er í frv. Það var ekki af þeim ástæðum, sem jeg gat ekki aðhyllst það, heldur sökum ákvæðis 3. gr.

Jeg hefi ætlað mjer að flytja brtt. En þar sem það kemur í sama stað niður, ætla jeg að láta það bíða til 2. umr. heldur en að vera nú að koma með skriflega brtt.