14.05.1926
Neðri deild: 79. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

125. mál, seðlaútgáfa

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það er misskilningur hjá hv. þm. Str. (TrÞ), að 2. gr. frv. veiti bankanum betri kjör en brtt. 594, og jeg held fast við það, að næsta þing verður að binda endahnútinn á þetta seðlaútgáfumál, þó að okkur hafi ekki tekist það á þessu þingi. Þetta fje er ekki eyðslufje samkvæmt brtt., nema bankinn endilega þurfi þess með vegna gjaldeyrisráðstafana, en brtt. hv. minni hl. fjhn. gefur bankanum beinlínis allmikið fje, hvort sem hann þarf þess eða ekki. Þetta er og í ósamræmi við meiri hluta þingsins, sem hefir 1ýst því yfir, að genginu skuli haldið föstu eins og það er nú, nema þá hv. þm. Str., sem vill alls ekki festa gengið. Það er eðlilegt, að hann vilji ekki setja ákvæði í frv., sem geri það viðunanlegt fyrir bankann að taka á sig áhættuna af væntanlegum gengissveiflum.