14.05.1926
Neðri deild: 80. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2087 í B-deild Alþingistíðinda. (1755)

125. mál, seðlaútgáfa

Pjetur Ottesen:

Jeg hafði kvatt mjer hljóðs við 2. umr. Það, sem jeg ætlaði að benda á í ákvæðum 2. gr. um heimild ráðherra til að verja þessum tekjum ríkissjóðsins af þessum seðlum til þess að borga halla af gengi, er það, að þetta er gagnstætt minni skoðun á þessu máli og því, sem jeg bar fram í málinu. Mín skoðun er því, að jeg vil ekki láta setja neitt af ríkissjóðsfje í hættu. Greiddi jeg því vitanlega atkvæði móti 2. gr. Nú sje jeg ekki annar, úrkosta en að vera með till. hv. þm. Str. (TrÞ) og fella þetta aftan af. Þótt greinin að vísu verði nokkuð óviðkunnanleg eftir þetta, þá mun jeg hverfa að því ráði að greiða henni atkv. mitt.