14.05.1926
Neðri deild: 80. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2090 í B-deild Alþingistíðinda. (1759)

125. mál, seðlaútgáfa

Jakob Möller:

Jeg var að skoða einn seðil, sem jeg hafði í vasa mínum. Það stendur ekkert á honum, að hann sje gulltrygður. Hann er ógulltrygður. Ekkert spursmál um það. Í lögunum frá 1922 eru engin ákvæði um það, að þeir skuli vera gulltrygðir. Eins og hæstv. fjrh. sagði, hefir verið gengið inn á þá braut, að ríkissjóður hefir tekið við þessu gulli,

lagt út verð fyrir það og borgað vexti fyrir samsvarandi upphæð af seðlum. En seðlarnir eru jafnógulltrygðir eftir sem áður. Ríkissjóður getur selt gullið þegar honum sýnist. (Fjrh. Jh: Bannað í lögunum). Þó að það sje bannað í lögunum, þá er það ekki til tryggingar seðlunum; seðlarnir eru ógulltrygðir samkvæmt því, sem á þeim stendur. Þetta ákvæði segir bara: .,þeim seðlum, sem gulltrygðir kunna að verða.“

En þetta er ekki höfuðatriðið, heldur hitt, sem jeg drap á síðast, erfiðleikarnir í viðskiftalífinu, sem af þessu leiða. –óþægindin, sem viðskiftum landsmanna eru gerð með ógulltrygðum seðlum.

Auk þessa ákvæðis um seðlaútgáfum, má gjarnan segja það, sem hæstv. fjrh. sagði, að ljett er erfiðleikum af Íslandsbanka með því að ljetta tryggingu af honum. En hitt er víst, og stórt atriði í þessu máli, að þessi inndráttur, meðan ekki er sjeð fyrir seðlaútgáfunni endanlega, orsakar mikla örðugleika viðskiftamönnum Íslandsbanka; því að örðugleikarnir hljóta að lenda á þeim. Hinsvegar er hjer um gulltrygða seðla að ræða, meðan þeir eru í höndum Íslandsbanka.