11.05.1926
Efri deild: 72. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2382 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

15. mál, útsvör

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg vil votta hæstv. atvrh. þakklæti mitt fyrir það, hversu vel hann tók í brtt. mína á þskj. 558. Hefi jeg því bestu vonir um, að hún muni ekki valda neinum deilum eða tefja fyrir frv., sem í sjálfu sjer er mjög þýðingarmikið og mun hafa verulegar bætur í för með sjer.

Jeg get heldur ekki látið hjá líða að lýsa ánægju minni yfir meðferð háttv. Nd. á frv. til laga um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, þar sem meiri hluti deildarinnar sá sjer þó fært að verða við ósk okkar kvenna um að fella burtu undanþáguna, sem felst í síðustu málsgr. 3. gr. frv. Vænti jeg þess fastlega, að eins giftusamlega megi þetta ganga hjer í þessari háttv. deild.