11.05.1926
Efri deild: 72. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2383 í B-deild Alþingistíðinda. (1848)

15. mál, útsvör

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vil láta þess getið, að jeg var á móti till., er gekk í svipaða átt og till. háttv. 4. landsk. (IHB), við 2. umr. Mjer virtist málið þá svo langt komið, að jeg sá mjer ekki fært, enda þótt þetta væri áríðandi atriði, að stofna frv. í hættu vegna þess. Jeg gerði ekki grein fyrir atkv. mínu þá, en jeg vissi, að hv. þdm. skildu, hvers vegna jeg var á móti till., þótt jeg væri henni annars alveg samdóma. En síðan hefir málið tekið breytingum, og ætla jeg þess vegna að fylgja því, sem jeg álít rjettast vera. En það kemur nú stundum fyrir, að menn eru í efa um, hvorn eiðinn þeir eigi heldur að rjúfa.