27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í C-deild Alþingistíðinda. (1890)

21. mál, lokunartími sölubúða

Eggert Pálsson:

Jeg vil aðeins segja háttv. 3. landsk. þm. (JJ) það, að jeg hefi svo mikinn siðferðisþrótt eða stillingu til að bera, að jeg get vel staðið af mjer áskoranir hans og látið vera að svara honum. Jeg hefi líka aðrar fullgildar ástæður til að svara honum engu. Þessi þm. hefir nýlega fengið þann vitnisburð frá mikilsmetnum og reyndum þingmanni hjer í deildinni, 1. landsk., að alt starf og framferði hans (JJ) á þingi væri og hefði verið aðeins þingi og þjóð til svívirðu. Framkoma hans væri og hefði verið svo, að hálfur þingtíminn gengi fyrir öðrum í það að hirta hann fyrir klæki hans. þegar þessi háttv. þm. hefir fengið svo þungan dóm og öllum vitanlega ekki óverðskuldað, fyrirverð jeg mig síður en svo fyrir það að sitja hjá og láta honum ósvarað.