31.03.1926
Neðri deild: 45. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í C-deild Alþingistíðinda. (1918)

52. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Frsm. meiri hl. (Jón Kjartansson):

Jeg á breytingartillögu á þingskjali 256, sem fer fram á það, að frv. þetta nái ekki til sekta samkv. 17. gr. hafnarlaga fyrir Reykjavíkurkaupstað. Það er óeðlilegt að láta lögveð ná til sekta og tíðkast hvergi. Annars vil jeg lýsa því yfir fyrir hönd nefndarinnar, að hún er klofin um þetta mál. Sumir vilja, að frv. gangi fram eins og það er nú, aðrir vilja fella það. En jeg hugsa, að þeir sjeu fleiri, senn vilja samþykkja frv. með þessari brtt.