09.04.1926
Efri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í C-deild Alþingistíðinda. (1948)

27. mál, verslunarbækur

Jóhann Jósefsson:

Hv. þm. A.-Húnv. (GuðmÓ) heldur, að jeg andmæli frv. af því, að jeg sje verslunarmaður. Það er aðeins af almennum ástæðum, að jeg er á móti því, nfl. þeim, að jeg álít það eintóman hjegóma. Jeg vil ekki þreyta hv. deild með því að fara að koma með dæmi frá verslunum og úr daglega lífinu, eins og jeg gæti, til þess að sýna, að villur leiðrjettast frekar með frumbók en viðskiftabók. Dæmin eru deginum ljósari, því að í frumbók, eins og hún er haldin, er skrifað eins og fyrirskipað er, ekki aðeins nafn viðskiftamannsins, heldur líka nafn mannsins, sem tekur út. (GuðmÓ: Jeg er hissa á því, að hv. þm. er altaf að líta í lögin). Það getur þá í vissum tilfellum verið leiðarvísir í því, að líka er skrifað nafn mannsins, sem veitt hefir vörunum móttöku. Felst því minni trygging í fyrirkomulagi því, sem hv. þm. vill innleiða, en í því, sem lögboðið er.