09.04.1926
Efri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í C-deild Alþingistíðinda. (1951)

27. mál, verslunarbækur

Sigurður Eggerz:

Mjer þykir leitt, að stjórnin skuli ekki vera hjer viðstödd, því að jeg hafði hugsað mjer að spyrja hæstv. atvrh. (MG) að því, hvort stjórnin mundi gera það að fráfararatriði, ef þetta frv. yrði ekki samþykt, því að mjer virðist þetta vera eitt af stórmálum þeim, sem hjer liggja fyrir. Jeg vil samt gera grein fyrir aðstöðu minni í þessu máli. Mjer finst hjer kenna nokkuð mikillar skriffinsku. Jeg greiddi atkv. með frv., en tók það fram, að jeg gerði það til 3. umr., því að jeg vildi gefa hv. deild kost á að kynna sjer málið. En nú mun jeg greiða atkvæði á móti því. Jeg held, að hjer sje aðeins að ræða um aukna skriffinsku.