09.04.1926
Efri deild: 46. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í C-deild Alþingistíðinda. (1952)

27. mál, verslunarbækur

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg hefði nú ekki þráttað lengur við hv. þm. Vestm. (JJós) um þetta mál, ef hann hefði ekki endað ræðu sína svo fagurlega sem hann gerði. Hann talar um, að hlutverk þessarar hv. deildar sje að sía frv. Nd. Hjer var frv. vísað til allshn., og jeg held, að hún hafi athugað það fult eins vel og hv. þm. Vestm. Jeg held því, að frv. þetta hafí gengið í gegnum venjulega síu hjer í deildinni, en það hefði kannske átt betur við að nota hv. þm. Vestm. fyrir síu, en ekki allshn.

Hv. 1. landsk. (SE) leit til mín, er hann hjelt sína merkilegu ræðu, því verð jeg að geta hennar. Hann stóð upp til þess að gera grein fyrir atkvæði sínu, slíkar ræður eru venjulega hjegómi. Ræða þessa hv. þm. var engin undantekning frá því. Hún var einber hjegómi.