24.04.1926
Neðri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í C-deild Alþingistíðinda. (1966)

94. mál, skipun sóknarnefnda og hérðasnefnda

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Jeg býst ekki við því, að það taki langan tíma að ræða þetta mál, því að það er tiltölulega einfalt og ræðir aðallega um laun þau, sem safnaðarfulltrúar eiga að fá, þegar þeir eru utan heimilis síns vegna hjeraðsfunda.

Jeg vil benda hv. deild á það, að á þskj. 292 er frv. eins og það var borið fram í hv. Ed., ásamt greinargerð, sem gerir glegst skil á þessu máli.

Allshn., sem hefir haft málið til meðferðar, er því ekki öll fylgjandi, eins og sjest, ef athugað er þskj. 395, en meiri hl. hennar hefir þó ekki sjeð ástæðu til þess að synja málinu um framgang, og leggur hann til, að frv. verði samþ. óbreytt. Hefi jeg svo ekki meira um þetta að segja, vildi aðeins skýra frá vilja meiri hluta.