24.04.1926
Neðri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í C-deild Alþingistíðinda. (1988)

57. mál, einkasala á tilbúnum áburði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Það er vissulega rjett hjá hv. þm. Str. (TrÞ), að hann hefir hleypt þessu máli af stað og á því óskiftan heiðurinn af því, en það býr hann til sjálfur, að jeg hafi sagt, að hann væri talsmaður firmans Nathan & Olsen. Það hefi jeg ekki sagt, en hinsvegar virðist það kaldhæðni örlaganna, að hv. þm. Str. (TrÞ) skuli hafa spilað þessu máli úr höndum Búnaðarfjelagsins og í hendur Nathan & Olsen, eins og blað hans hefir um það firma skrifað fyr og síðar. Og eftir því, sem honum hafa farist orð, hefði mátt búast við svo mikilli árvekni af hans hálfu í garð bænda, að hann hefði ekki steinsofið á málinu í 10 mánuði og látið útlenda kaupmenn, meðan hann svaf, ná undir sig rjettindum bænda, sem honum var falið að gæta.

Jeg ber ekki á móti því, að bæði hafi verið símað og skrifað til Norsk hydro, en það var ekki gert fyr en eftir 10 mánuði, og þá var það gagnslaust.

Um óánægju Mjólkufjelags Reykjavíkur hefi jeg ekkert frekar að segja. þetta, sem jeg sagði, hafði jeg eftir einum manni úr stjórninni, og þar er rjett frá skýrt eins og orðin fjellu.

En að afsökun fyrir 10 mánaða drætti í framkvæmdum þessa máls sje sú, að ekki hafi verið ástæða til að gera neitt, virðist mjer ljett á metunum, þegar þess er gætt, að á búnaðarþingi lá fyrir áskorun til stjórnar Búnaðarfjelagsins um að hafa gát á þessu máli.

Hv. þm. Str. (TrÞ) sagðist hvað eftir ilja hálfu, nje neitt tekið fram, sem beint aðarmálastjóra og að sjer hafi skilist á honum, að engin breyting væri á orðin málinu. Þessu trúi jeg vel, en þess ber að gæta, að búnaðarmálastjóri hefir altaf haldið því fram, að um ekkert umboð hafi nokkru sinni verið að ræða. Þetta var hv. þm. Str. (TrÞ) kunnugt um á búnaðarþinginu, og þess vegna átti hann ekki að geta látið sjer nægja þetta svar, og sýnir þetta berlega hina óforsvaranlegu vanrækslu hans í málinu.

Þessvegna er það fyrir reikning hv. þm. Str. (TrÞ) sagt, að búnaðarþingið bæri ekki ábyrgð á þessu máli. Því sje svo, bendir till. að minsta kosti í öfuga átt.

Skal jeg svo ekki lengja umr. frekar að þessu sinni en orðið er.