01.05.1926
Efri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

1. mál, fjárlög 1927

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg skal leyfa mjer að geta þess, að síðan jeg kom á þing, og jeg hefi setið lengur á þingi en hæstv. fjrh., veit jeg ekki til þess, að fjvn. hafi klofnað. Aftur á móti hefir þetta oft átt sjer stað með ýmsar aðrar þingnefndir í ýmsum öðrum málum, en jeg man ekki eftir því, að fjvn. hafi nokkru sinni klofnað eða gefið út tvö nál. Lof það, sem hæstv. fjrh. bar á fjvn. við 2. umr., var á engan hátt „pantað“ og var eflaust veitt af frjálsum vilja. (Fjrh. JÞ: Það er áreiðanlegt). Orðlengi jeg svo ekki um þetta frekar.