01.05.1926
Efri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (202)

1. mál, fjárlög 1927

Jóhannes Jóhannesson:

Hv. 1. landsk. (SE) fann ástæðu til að fara að dæmi hæstv. fjrh. (JÞ) og taka aftur það lof um fjvn., sem hann hafði á hana borið. Fyrir hönd nefndarinnar skal jeg segja hv. 1. landsk. það sama og hæstv. ráðh. (JÞ). Um það lof var ekki beðið af fjvn. og hún mundi hafa borið fram till. sína um styrk til skáldkonunnar Kristínar Sigfúsdóttur. þó að hv. 1. landsk. hefði þar hvergi nærri komið. Það gleður mitt hjarta sem íhaldsmanns, að hv. 1. landsk. skuli hafa tekið ráðherra Íhaldsflokksins. hæstv. fjrh. (JÞ), sjer til fyrirmyndar, og jeg vil ráða honum til að gera það í sem flestu.