01.05.1926
Efri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í C-deild Alþingistíðinda. (2048)

22. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Forsætisráðherra (JM):

Þetta bersýnilega ranglæti, sem háttv. 1. landsk. (SE) var að tala um, má segja að komi víðar niður en á Hafnarfirði. Væri það kanske ekki bersýnilegt ranglæti, saman borið við mörg önnur kjördæmi, ef Gullbringu- og Kjósarsýsla ætti aðeins að hafa einn þingmann? Þannig mætti finna fleiri dæmi. Nei, jeg sje ekki annað en að það verði að láta sitja við það, sem nú er, þangað til önnur betri lausn verður fundin á þessu máli.