01.05.1926
Efri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 808 í B-deild Alþingistíðinda. (207)

1. mál, fjárlög 1927

Ingibjörg H. Bjarnason:

Hv. þm. Snæf. (HSteins) segist ekki hafa borið þær sakir á okkur flm. till., sem jeg taldi upp áðan. En jeg hefi nú skrifað það niður hjá mjer sem hv. þm. sagði. Það var: fálm, fáviska o. s. frv. Viðvíkjandi því, að till. sigli undir fölsku flaggi, get jeg vísað til ræðu minnar við 2. umr. þessa máls enda voru þá flestir þdm. viðstaddir. Jeg gat þess þá, að það, sem fyrir okkur flm. vekti, væri það, að Skúla gæfist kostur á, ef hann fengi ekkert starf eða embætti hjer heima, að halda þá áfram rannsóknum sínum, svo að þær geti komið að notum hjer heima síðar meir, því væntanlega vakir það þó ekki fyrir neinum hv. þdm. að gera. Skúla Guðjónsson útlægan. Jeg vil undirstrika það, að hans sje full þörf hingað, þrátt fyrir okkar góðu og vel mentuðu læknastjett. En hún hefir ekki lagt sig nægilega fram á þessu sviði.

Svo vil jeg skjóta því til hv. deildarmanna, hvort þeir hafi skilið svo ræðu mína, að við flm. hefðum ætlað að flytja till. undir fölsku flaggi? Jeg sje svo ekki ástæðu til að fjölyrða meir um þetta mál.