27.02.1926
Neðri deild: 16. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í C-deild Alþingistíðinda. (2120)

23. mál, fátækralög

Atvinnumálaráðherra (MG):

Af því að mjer skildist það af ræðu hv. þm. Str. (TrÞ), að hann drægi það í efa, hvort nokkuð myndi verða af endurskoðun á fátækralöggjöfinni, samkvæmt áskorun þeirri, er samþykt var á þinginu í fyrra, þá skal jeg geta þess, að það er tilætlunin að leggja slíkt frv. fyrir næsta þing, en vitaskuld er það ekki víst, eins og hv. þm. (TrÞ) sagði, að það frv. verði samþykt á því þingi, en úr því að endurskoðun á þessari löggjöf er fyrir dyrum, þá finst mjer það vera mjög þýðingarlítið að fara að samþykkja frv. eins og þetta. Jeg get þessvegna fyrir mitt leyti verið sammála meiri hl. hv. allshn.; jeg skal líka geta þess, að verið getur, að till. til þál., sem er á ferðinni í hv. Ed., frá hv. 3. landsk. (JJ), komi til að hafa áhrif á þetta mál, það er áskorun til landsstjórnarinnar um að undirbúa frv. til laga um almenna ellitryggingu, og held jeg því, að rjettast væri að athuga þetta alt í einu lagi.