07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 819 í B-deild Alþingistíðinda. (216)

1. mál, fjárlög 1927

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hæstv. forsrh. (JM) er því miður ekki viðstaddur, en hann ætti að svara umleitan hv. þm. Mýr. (PÞ). En jeg býst við, að jeg geti lýst því yfir fyrir hans hönd, að sá maður, sem hv. þm. Mýr. ber fyrir brjósti, muni, ef hann sækir um styrk, koma þar til álita ekki síður en aðrir umsækjendur og eftir sömu reglum; en rjettindi umfram aðra getur hann ekki haft.