11.05.1926
Efri deild: 72. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í C-deild Alþingistíðinda. (2245)

83. mál, útrýming fjárkláða

Guðmundur Ólafsson:

Háttv. landsk. (GunnÓ) byrjaði og endaði ræðu sína með því, að það mætti samþ. lög um þetta efni seinna, ef þá yrði þess talin þörf. Jeg tel enga þörf að fresta þessu til næsta þings, sem sjálfsagt er að útkljá nú þegar, Jeg tók það fram áðan, að það mætti ef til vill finna ýmislegt að undirbúningi þessa máls, og það bætir ekki úr skák, ef frv. verður svæft nú, því það mundi draga mjög úr öllum áhuga manna fyrir undirbúningi útrýmingar fjárkláðans. það gæti og vel hugsast, að næsta þing fyndi upp á því að telja það einnig of fljótt þá að afgreiða málið. Þó tel jeg líklegt, að menn vilja losna við kláðann, ef það er hægt; þrátt fyrir það, að ómögulegt er ekki að halda honum í skefjum að einhverju leyti með þrifaböðunum, verður honum aldrei útrýmt með öðru en því, sem frv. gerir ráð fyrir, og flestir munu því verða á því, að útrýma fjárkláðanum strax.