07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 827 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

1. mál, fjárlög 1927

Halldór Stefánsson:

Jeg hefi ekki ástæðu til annars en að vera nokkurn veginn ánægður við hæstv. atvrh. (MG) fyrir ummæli hans, þótt jeg sje ekki samþykkur öllu, sem hann sagði. Jeg fæ ekki sjeð, að það sje þess eðlis, sem nefndunum ber á milli um bátastyrkinn, er nefndin í Ed. játar, að lækkunin hafi orðið af vangá hjá sjer, að ekki megi ætla óhikað, að álit nefndarinnar í Nd. verði lagt til grundvallar fyrir úthlutun bátastyrksins.