11.05.1926
Neðri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í C-deild Alþingistíðinda. (2261)

98. mál, strandferðaskip

forseti (BSv):

Jeg vil leyfa mjer að geta þess, að frá sex hv. deildarmönnum hefir mjer borist svolátandi krafa:

„Með skírskotun til 43. gr. þingskapanna óskum vjer þess, undirritaðir þingdeildarmenn, að frv. til laga um bygging og rekstur strandferðaskips verði tekið á dagskrá á morgun, og eigi síðar en svo, að 3. mál verði í röð dagskrárinnar.“

Sveinn Ólafsson. Þorleifur Jónsson. Klemens Jónsson. Tryggvi Þórhallsson. Halldór Stefánsson. Ásgeir Ásgeirsson.

Samkvæmt ákvæðum 43. gr. þingskapanna mun jeg bera kröfu þessa undir atkv. í byrjun næsta fundar.