07.05.1926
Neðri deild: 73. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 834 í B-deild Alþingistíðinda. (232)

1. mál, fjárlög 1927

Bernharð Stefánsson:

Háttv. 1. þm. N.-M. (HStef) vildi telja eftir styrk til bátaferða á Eyjafirði og grendinni og greindi tvær ástæður. Aðra þá, að eigi væri þörf á því, vegna góðra samgangna þar um slóðir; hina, að jeg hefði eigi fylgt málum. Jeg mótmæli hvorutveggja. Í fyrsta lagi er mikil þörf bættra samgangna við Eyjafjörð. Í öðru lagi hefir legið fyrir samgmn. Ed. beiðni í þessa átt frá Eyjafjarðarsýslu. Efast jeg ekki um, að nefndin hafi metið rjett ástæðurnar og bygt till. sína á fullum rökum.