10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í C-deild Alþingistíðinda. (2335)

39. mál, stöðvun á verðgildi íslenskra peninga

Sveinn Ólafsson:

Af því að brtt, á þskj. 562 hefir verið útbýtt og deildin hefir leyft, að þær mættu komast undir atkvæði, þykir mjer rjettast að fara um þær nokkrum orðum. Hefir reyndar verið minst á þær af þm. Str. (TrÞ) og þm. N.-Ísf. (JAJ). Fyrri till. um að leita stöðvunar á verðgildi íslenskra peninga má skoða sem málamiðlun milli þeirra, er lengst vilja fara í hvora átt, að hækka eða stýfa krónuna. Það er rjett hjá hv. þm. N.-Ísf. (JAJ), að hún lýtur að því, að halda genginu föstu fyrst um sinn, og ætla jeg flesta geta unað við það.

Út af því, sem hv. þm. Str. (TrÞ) sagði um þessa brtt., vil jeg taka það fram, að með henni þarf ekki að vera bundið, að stöðvun verðgildis íslenskrar krónu skuli gilda um aldur og æfi eða skoðast eins og endanleg stýfing. það eru möguleikar til þess, enda þótt till. verði samþ., að taka upp seinna meir nýjar ráðstafanir. Hún bindur alls ekki framtíðina í þessum efnum.

Þá eru önnur ákvæði frv. og brtt., sem fara fram á það, að breyta til um skipun og verkahring gengisnefndar. Það er stórt atriði í þessu máli, hvað sem ofan á verður síðar. Það eru hvort sem er litlar líkur á því, að málið verði nú til lykta leitt, en þó er möguleiki til þess. Og vildi jeg stuðla að því, hvað sem á eftir fer, að það yrði afgreitt frá deildinni, ef kostur er á, með þessum brtt. mínum. Brtt. eru í raun og veru gerðar í samræmi við yfirlýsingar hv. frsm. minni hl. (ÁÁ) við 2. umr. þessa máls.

En þar sem jeg get ekki komið brtt. undir atkvæði, nema dagskráin falli, er jeg neyddur til að bíða átekta, þar til jeg hefi sjeð, hvernig fara mun um hana, og gef jeg því eigi greitt henni atkv.

Jeg verð að vera sammála þeim mönnum, er minst hafa á dagskrána, þar á meðal hv. þm. Str. (TrÞ), um það, að skipun sú, sem hún gerir á málinu, er reikul og mjög teygjanleg. En jeg sje nú, hvað setur. Og að fallinni dagskránni, koma tillögur mínar til atkvæða.