30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í C-deild Alþingistíðinda. (2360)

62. mál, slysatryggingar

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi ekki getað orðið sammála hv. meðnefndarmönnum mínum um að afgreiða þetta mál með rökstuddri dagskrá. Að vísu er það þar með drepið, en í dagskránni felst, að deildin fallist á þær brtt., sem eru í lagafrv. á þskj. 110. Jeg vil hafa nokkuð aðra aðferð um þetta mál og vil láta vísa málinu til hæstv. stjórnar. — Það er mitt álit, að brtt. við þessi lög eigi fyrst og fremst að koma frá framkvæmdarnefnd sjóðsins og hæstv. landstjórn. Jeg þykist vita, að einhverjir örðugleikar sjeu á framkvæmd laganna, en held, að með þeim sje lagður grundvöllurinn að víðtækari slysatryggingum. Þykir mjer óþarflega snemt, að hæstv. stjórn leggi fyrir næsta þing frv. um almennar slysatryggingar, svo sem í dagskránni felst. Enn síður vil jeg, að hún fari með einfaldri reglugerðarbreytingu að undanskilja stóra flokka frá tryggingu. Till. mín um að vísa málinu til stjórnarinnar er prentuð á sama þskj. og nál., og vona jeg, að hún verði fyrst upp borin, Segi jeg ekki meira, fyr en jeg hefi heyrt til hæstv. atvrh. (MG).