05.03.1926
Efri deild: 20. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í B-deild Alþingistíðinda. (253)

17. mál, fjáraukalög 1925

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg skal aðeins taka það fram út af því, sem hv. frsm. (EP) sagði um sjóvarnargarðinn á Sauðárkróki, að hann er ekki allur farinn, heldur er töluvert eftir af honum. Annars var það fyrir sjerstakt óhapp, að garðurinn fór svona illa. Það kom sem sje meira brim á garðinn áður en hann var fullgerður en þar hafði þekst áður.

Aðfinslur hv. frsm. í garð stjórnarinnar út af því, að kurteisara hefði verið að bera fjárveitinguna til Búnaðarfjelags Íslands líka undir fjvn. Ed., get jeg ekki annað en viðurkent rjettmætar. Hefi því ekkert annað um þær að segja en að svo hefði átt að vera.