29.04.1926
Neðri deild: 65. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í C-deild Alþingistíðinda. (2544)

103. mál, iðnaðarnám

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer kom ekki til hugar að halda því fram, að ekki gæti verið ástæða til að samþykkja lög um þetta efni, þótt Iðnaðarmannafjelagið væri á móti þeim. En jeg held fast við það, sem jeg sagði, að undarlegt er að sýna því eigi þann sóma, að láta það sjá frv., áður en það er fram borið. En ástæðan er auðfundin, sú, að fyrirfram væri vitanlegt, að enginn í fjelaginu gæti sætt sig við frv.