28.04.1926
Neðri deild: 64. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í C-deild Alþingistíðinda. (2552)

104. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Björn Líndal):

Jeg skal geta þess, að fram hafa komið raddir um víðtæka endurskoðun á siglingalögunum, bæði frá fiskiþinginu og forseta Fiskifjelagsins. Er þetta frv. flutt eftir ósk hinna sömu manna, og verð jeg að álíta, að í því felist mikil bót, ekki síst í 2. gr. Á 1. gr. legg jeg minni áherslu. En jeg held, að það sje sanngjarnt, að formenn á 6 tonna bátum og þar yfir megi ganga undir smáskipapróf. Það er langt frá því, að jeg vilji ekki, að siglingalögin sjeu endurskoðuð. En jeg held, að agnúarnir á þeim komi því betur í ljós sem þau standa lengur, og vil jeg gera tilraun með þau nokkurn tíma enn, svo að unt verði að bæta úr sem flestum göllunum við endurskoðunina.