28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í C-deild Alþingistíðinda. (2574)

109. mál, landhelgissjóður

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Út af ræðu hv. 1. landsk. (SE) vil jeg taka það fram, að þingið með fjárlögunum hefir það altaf í hendi sjer að ákveða; hve mikið landhelgissjóður leggur til landhelgisgæslunnar árlega. Það verður altaf meira en 20.000 kr., svo að þetta verður eintómur leikur, að borga þessa upphæð í landhelgissjóðinn og heimta svo aftur enn hærri upphæð útborgaða úr honum til strandvarnanna, eða eins mikið og til þeirra þarf. Leyfi jeg mjer því að vænta þess, að frv. nái fram að ganga.