24.04.1926
Efri deild: 58. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1156 í C-deild Alþingistíðinda. (2610)

106. mál, hæstiréttur

Forsætisráðherra (JM):

Háttv. 3. landsk. (JJ) vildi láta veita hæstarjettarritara aðra stöðu í sparnaðarskyni, en við það hefði ekkert sparast, svo þetta er tómur misskilningur. Það hefði þá orðið að fá annan mann í hans stað. En hvað hitt snertir, að embættið verði ekki lagt niður eftir lögunum frá 1924, eins og hann var að hafa eftir einhverjum lögfræðingi, þá verð jeg að segja, að sá muni ekki aðeins vera minni lögfræðingur en jeg, eins og hv. þm. (JJ) tók fram, heldur jafnvel minni lögfræðingur en hv. þm. (JJ) sjálfur, og er þá æði langt til jafnað.