05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1336 í C-deild Alþingistíðinda. (2659)

81. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Mjer þykir einkennilegt, að hv. frsm. minni hl. (JakM) skuli bera þetta saman við 5. mál. Þar úrskurða andstæðingar að fá mál á dagskrá aðeins til slátrunar, en hjer óska fylgismenn eftir máli, til þess að von sje um, að það nái afgreiðslu þingsins. Það er bersýnilegt, að þeir, sem vilja fá þetta mál út af dagskrá, gera það eingöngu af því, að málinu er stefnt í tvísýnu með hverjum degi, sem líður. Jeg vil sem frsm. meiri hl. í þessu máli óska eftir, að það verði tekið fyrir nú, einkum af því, að 6. mál var tekið út, en það tekur sjálfsagt allan morgundaginn, svo að þetta kæmist ekki að.