08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í C-deild Alþingistíðinda. (2701)

81. mál, Landsbanki Íslands

Jón Baldvinsson:

Hæstv. fjrh. (JÞ) sagði, að stjórnin teldi ekki ástæðu til að rjúfa þing út af meðferðinni á þessu máli, en við það er það að athuga, að nýtt atriði er komið fram í þessu, sem þó að vísu þarf ekki að hafa áhrif á fylgismenn þessa máls, og það er, að ákveðin ósk er komin fram um þingrof. Þess vegna vænti jeg þess, að hæstv. forseti gefi góðan frest til þess að mönnum gefist kostur á að athuga það, hverjum með sjer, hvaða afstöðu þeir eiga að taka til framkominnar tillögu.