04.03.1926
Neðri deild: 21. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (2811)

53. mál, tilfærsla á veðrétti ríkissjóðs í togurum

Hákon Kristófersson:

Jeg var alls ekki að bera fram þungar ásakanir. En það er dálítið undarlegt, að hv. þm. er stundum að kvarta yfir því, að Framsóknarmönnum væri ekki hægt að koma fram góðum málum, af því að þeir væru í minni hluta. En þó hefir hv. þm. skýrt frá því áður, að alt, sem betur mætti fara í því, sem kemur frá þinginu, væri frá Framsóknarmönnum, sem einmitt eru í minni hl. Hitt, sem miður færi, væri alt íhaldsm. að kenna. Þetta hefir hv. þm. (TrÞ) tekið greinilega fram í blaði sínu, en nú fullyrðir hann þveröfugt um íhaldsmenn.