29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (2855)

53. mál, tilfærsla á veðrétti ríkissjóðs í togurum

Forsætisráðherra (JM):

Jeg verð að segja, að mjer finst skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar farið er að ásaka núverandi stjórn og flokk hennar fyrir þetta mál. Og mjer finst það æði hart, að fyrverandi stjórn skuli ekki miklu frekar þakka stjórnarflokknum fyrir, hvernig hann hefir tekið í málið nú.

Ef málið er eins lítilfjörlegt eins og hv. 1. landsk. (SE) sagði, þá skil jeg ekki í, hvers vegna spinnast um það svo langar umræður nú.