29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í D-deild Alþingistíðinda. (2856)

53. mál, tilfærsla á veðrétti ríkissjóðs í togurum

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg verð að segja, að í mínum augum er þetta mál ekkert lítilfjörlegt, svo fremi sem það veltur á synjun eða samþykt tillögunnar, hvort fjelagið getur haldið áfram eða ekki. Jeg tel það töluvert mikilsvert atriði. En væri engin von til, að fjelagið gæti haldið áfram, þó að tillagan væri samþykt, þá gæti jeg talið það lítilfjörlegt mál. En svo er ekki, því þrátt fyrir mikla örðugleika um fjárframlög til sjávarútvegsins er ekki vonlaust um, að úr geti ræst fyrir fjelaginu, og út frá því sjónarmiði mæli jeg með því, að tillaga þessi verði samþykt.

En í dagskránni felst títuprjónsstingur til stjórnarinnar, sem hún á ekki skilið.