19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í D-deild Alþingistíðinda. (2869)

87. mál, rannsókn á veg- og brúarstæðum

Frsm. (Ágúst Helgason):

Samgöngumálanefnd lítur svo á og hefir orðið sammála um, að þörf sje á vegum á þeim svæðum, sem hjer um ræðir, og því sje full þörf, að rannsókn fari fram. Nefndin hefir átt tal um þetta við vegamálastjóra, og hefir hann talið, að þörf væri á að fá þessa vegi lagða, og hann hefir látið það uppi við nefndina, að hægt mundi vera að láta þessa rannsókn fara fram í júlí í sumar. Nefndin leggur því til við þessa háttv. deild, að tillaga þessi til þál. verði samþ.