30.03.1926
Efri deild: 41. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í D-deild Alþingistíðinda. (2877)

88. mál, björgunar- og eftirlitsskipið Þór

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Jeg þakka hæstv. forsrh. (JM) undirtektir hans, og sjerstaklega fyrir þau ummæli, að starfi þessu muni haldið áfram, þó að Þór líði undir lok. Það er raunverulega satt, að það starf, sem hafið var með Þór, er svo mikilsvert og nauðsynlegt, að það má með engu móti niður falla. Jeg skal geta þess, að skipið var upphaflega gott, og það hefir verið reynt að halda því vel við, svo að það ætti að geta enst lengi enn. Það er sjálfsagt, að Vestmannaeyingar greiði gjald fyrir sjerstakt eftirlit. Jeg skal játa, að mjer þykir það ákveðið fullhátt í till., en jeg mun þó ekki þess vegna halda aftur af því, að fjelagið afsali sjer skipinu í hendur ríkissjóðs. Það getur altaf verið háð endurskoðun, hve mikils sje rjett að krefjast, einkum þar sem eins stendur á og nú, að ýmsir aðrir en Vestmannaeyingar gera skip sín þaðan út þann tímann, sem mest er þörf eftirlits.