05.03.1926
Efri deild: 20. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í D-deild Alþingistíðinda. (2912)

34. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá

Sigurður Eggerz:

Aðeins örstutt athugasemd. Jeg lagði áherslu á það í minni fyrri ræðu, að farin yrði sú leið, sem nefndin leggur til. En ef það þætti ekki fært og tormerki reyndust á því, eins og hv. 3. landsk. (JJ) virtist gera ráð fyrir, þá má ekki gera lítið úr því, að Þverá sje brúuð. Að vísu eru þá Álarnir eftir og Affallið, en Þverá er langversti farartálminn, og mundi þykja hið mesta hagræði að fá brú á hana.