05.05.1926
Neðri deild: 70. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í D-deild Alþingistíðinda. (2950)

86. mál, rýmkun landhelginnar

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg ætla aðeins að skjóta fram örfáum orðum. Jeg er óvanur því að taka til máls, þegar rætt er um sjávarútvegsmálin, af því að jeg hefi helgað mína krafta öðrum málum. En jeg vil, sem einn úr þeirra hóp, sem ekki láta til sín taka á þessu sviði, mega lýsa yfir mínu fylsta fylgi og samúð með till. hv. þm. Borgf. (PO) og taka undir rökstuðning hans. Jeg hygg, að hv. flm. (PO) hafi ekki ofmælt um þá hættu fyrir framtíð okkar lands, sem hann talaði um, og nauðsynina á að bæta úr þessu. Jeg vildi grípa tækifærið til þess að láta það koma fram, að þessi till. á alhliða fylgi, og jeg vil láta hæstv. stjórn vita, að jeg er sannfærður um, að á bak við hana stendur mikill hópur manna.