07.05.1926
Efri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í D-deild Alþingistíðinda. (2958)

86. mál, rýmkun landhelginnar

Forsætisráðherra (JM):

Enda þótt þær frjettir, sem hingað hafa borist nú, bendi ekki á, að blása muni byrlega fyrir tilraunum í þá átt, sem þessi þáltill. fer, þá þykir mjer sjálfsagt, ef hv. deild samþ. hana, að það verði fult tillit til hennar tekið. Það er svo mjög áríðandi að stækka landhelgissvæðið og friða suma firðina, að það má ekki láta neins ófreistað í því efni. Þess vegna sýnist mjer rjett að samþykkja þessa till., og mun þá stjórnin taka þetta mál til alvarlegrar meðferðar.