09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (297)

3. mál, happdrætti og hlutaveltur

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vil láta þess getið, að jeg tel það ekki saka frv., þó að þessi brtt. verði samþykt. Að vísu álít jeg hana ekki nauðsynlega, því að orðin „lotterí“ og „tombólur“ eru býsna mikið notuð og hafa verið notuð lengi, svo að jeg teldi það ekki saka, þótt þau stæðu í innilokunarmerkjum. Annars get jeg látið brtt. liggja milli hluta.