08.03.1926
Efri deild: 22. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í D-deild Alþingistíðinda. (2977)

54. mál, kaup á snjódreka og bifreiðum

Einar Árnason:

Mjer þykir vænt um, að till. þessi er fram komin. Hún er þó tilraun í þá átt að leysa ár þeim samgönguvandræðum, sem menn eiga við að búa í snjóasveitum landsins.

Það kann vel að vera, að sumir geri sjer ef til vill fullháar hugmyndir um það, að með tilraunum þessum verði leyst ár vandræðum snjóasveitanna, en það virðist mjer þungamiðja málsins, að hjer sje stefnt í rjetta átt, hvað svo sem reynslan kann um það að segja á sínum tíma.

Mjer skildist á hæstv. atvrh. (MG), að hann hefði enga trú á þessum bíl. Hinsvegar skýrði hann frá, að samkv. bendingu vegamálastjóra mundi verða keyptur stærri og þá um leið margfalt dýrari bíll, til þess að sópa snjó af vegum og greiða með því fyrir öðrum bílum, að mjer skildist, sem á eftir koma.

Jeg geri ná ráð fyrir, að þetta geti að einhverju gagni komið, og þá að líkindum í snjóleysinu hjer sunnanlands, en hitt þykist jeg vita fyrirfram, að þessi bíll verður ekki til að bjarga snjóasveitunum á Norður- og Austurlandi. Þau hjeruð verða jafnilla stödd eftir sem áður.

Þess vegna vona jeg ná, að hv. deild mæli með því, að lagt sje át í það að eyða 10 þús. kr. til þess a ganga úr skugga um atriði, sem deilt er um og orkar mjög tvímælis, það atriði, hvort þessi bíll muni koma snjóasveitunum að liði eða ekki.

Trúleysið kann að sigra í bili, en kröfurnar verða ekki þagðar í hel. Þær koma áreiðanlega aftur, rísa þá upp öflugri og ákveðnari og heimta, að þetta verði reynt.

Við eyðum árlega hundruðum þúsunda í vegi og erum þó skamt komnir með þá enn. Og þrátt fyrir alla vegagerðina er þó helmingur landsins vegalaus fast að því 6–7 mánuði á ári. Þá liggja þeir undir snjó og koma engum að haldi. Þess vegna væri mikið fengið, ef okkur auðnaðist að finna það samgöngutæki, er við gætum bæði notað í snjóasveitunum á vetrum og í öðrum vegleysum, sem við höfum áreiðanlega nóg af.

Annars ætla jeg ekki að lengja umr. frekar. Jeg býst fastlega við, að málið fái að ganga til nefndar, og gefst þá betra tóm til nánari athugana.