19.04.1926
Efri deild: 54. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í D-deild Alþingistíðinda. (2985)

54. mál, kaup á snjódreka og bifreiðum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg held, að jeg hafi tekið það fram við fyrri umræðu þessa máls, að það hefði komið til orða að kaupa sterka bifreið með snjóplógi á þessu ári, ef tiltækilegt virðist að nota þá hjer á landi, og hafði jeg löngu áður en till. þessi kom fram átt tal um það við vegamálastjóra. En í vetur hefir svo að segja altaf verið fært venjulegum bílum austur yfir Hellisheiði, svo að ekki hefir orðið úr þessu, þar sem tilætlunin var að reyna þetta farartæki á þeim kafla. Að öðru leyti sje jeg ekki ástæðu til að ræða um þessa till., en vísa til þess, sem jeg sagði um hana við fyrri umr. Verði það upplýst, að snjóplógar geti komið hjer að gagni, er sjálfsagt, að þeir verði keyptir, og sömuleiðis er ekkert á móti því að reyna hinar bifreiðamar, ef þær þykja einnig tiltækilegar, úr því að ekki þarf að verja til þess meiru en 10 þús. krónum.