11.05.1926
Neðri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 272 í D-deild Alþingistíðinda. (2993)

54. mál, kaup á snjódreka og bifreiðum

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Jeg þarf ekki að tala mörg orð fyrir áliti nefndarinnar. Vegamálastjóri telur rjett að samþ. till., því verða megi, að í náinni framtíð fáist reynsla fyrir því, að svona fartæki geti orðið hjer að notum, þótt enn sem komið er sje engin slík reynsla fengin. Nefndinni fanst ekki ástæða til þess að vera á móti till., þar sem hún treystir stjórninni til að verja ekki fje í þessu skyni, nema líkur sjeu til, að það komi að gagni.

Leggur hún því til, að þessi þáltill. verði samþ.