12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í D-deild Alþingistíðinda. (3036)

123. mál, launauppbót símamanna

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg fæ ekki betur sjeð en að um þessa þáltill. gildi það, sem stendur í 29. gr. þingskapanna. Þar segir svo:

„Þingsályktunartillögur, sem fara fram á útgjöld úr landsjóði, skal jafnan bera upp í báðum deildum og hafa tvær umræður um þær“.

Jeg hefi ekki haldið því fram, að hv. flm. (JakM) hafi ekki vit á að bera þáltill. rjett fram. En út af því, sem hv. þm. Str. (TrÞ) sagði, þá er þess að gæta, að þar er eigi nema um lítið brot úr ári að ræða, og svo er það gömul venja. Jeg held því fram, að þingsköpin þekkja ekki og gera ekki ráð fyrir nema einni tegund þingsályktunartillagna, er fara fram á fjárgreiðslur úr ríkissjóði, og til tryggingar er það ákveðið, að þær skuli ræddar við tvær umr. í hvorri deild.