14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í D-deild Alþingistíðinda. (3086)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Árni Jónsson:

Hæstv. forsrh. (JM) er ekki ánægður með gerðir allshn. í þessu máli. Það er að vísu rjett, að álit nefndarinnar kemur seint fram, en þegar gætt er ákvæða 4. gr., er ekki nema eðlilegt, að nefndin afgreiði málið á þann hátt, sem hún hefir gert. Jeg geri ráð fyrir því, að hæstv. stjórn sje ekki úrkula vonar um að ná samkomulagi við prestinn á Þingvöllum, fyrst hún bar þetta frv. fram.

Mjer skildist svo, sem hæstv. forsrh. (JM) hefði það eftir mjer, að engin heimild hafi verið fyrir því að skipa Þingvallanefndina, en það er ekki rjett.