14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í D-deild Alþingistíðinda. (3087)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vil taka undir það, er hæstv. forsrh (JM) og hv. 2. þm. N.-M. (ÁJ) hafa sagt, að það er óhentugt að fella niður þessa þriggja manna nefnd, sem unnið hefir mikið að þessu máli, hefir kynt sjer mikið og margt því viðkomandi og hugsað mikið um það, á hvern hátt hátíðin megi fara sem best úr hendi. Það er eðlilegast, að Alþingi skipi nefndina þannig, að þessir 3 menn, sem að allra dómi eru mjög hæfir til þess að sitja í henni, fái þar sæti, og bætt sje við t. d. 4 mönnum.

Jeg skal ekki færa nein frekari rök fyrir þessu, en leyfi mjer að bera fram skriflega brtt. í þessa átt (verður þskj. 600) og vona, að hv. Alþingi lofi henni að koma til atkvæða.