08.04.1926
Sameinað þing: 4. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í D-deild Alþingistíðinda. (3138)

73. mál, kröfur til trúnaðarmanna Íslands erlendis

Forsætisráðherra (JM):

Jeg hjelt, að hv. 3. landsk. (JJ) hefði það til síns ágætis að vera dálítið fróður maður, að minsta kosti í sögu. En nú sje jeg, að hann hefir ekki einu sinni þann kost til að bera, því að hann ruglar svo mjög saman sambandinu milli Noregs og Svíþjóðar annarsvegar og sambandinu milli Íslands og Danmerkur hinsvegar. En hjer var ekkert sambærilegt. Noregur og Svíþjóð höfðu sín utanríkismál sameiginleg, og Svíar rjeðu alveg yfir þeim. Milli Íslands og Danmerkur er aftur ekkert sameiginlegt nema konungurinn, en Danir fara aðeins með utanríkismál vor í umboði okkar. Þetta hjelt jeg að hv. 3. landsk. (JJ) vissi. Allir, sem þekkja nokkuð samband Íslands og Danmerkur, viðurkenna Ísland fullvalda ríki. Þetta veit svo að segja hvert íslenskt bara, sem orðið er vel læst, enda þótt þessi hv. þm. virðist ekkert skyn bera á það.