08.04.1926
Sameinað þing: 4. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í D-deild Alþingistíðinda. (3147)

73. mál, kröfur til trúnaðarmanna Íslands erlendis

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vil aðeins leiðrjetta það, að jeg hefi ekki ámælt hæstv. fyrv. stjórn fyrir að reyna ekki að fá leiðrjettingu á ullartollinum af þeirri ástæðu, að engin aðstaða var til að fá þetta leiðrjett fyr en nú um síðustu áramót, er steinolíueinkasalan var afnumin. Jeg vil benda hv. 2. þm. Rang. (KlJ) á það, að jeg hefi áður sýnt fram á, að hann fer ekki rjett með dagsetningar á skjölunum um þetta efni. (KlJ: Þingtíðindin sanna það best). Jeg vil nú halda fram, að skjölin sjálf sanni mest um það. (KlJ: Rjett).