08.04.1926
Sameinað þing: 4. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í D-deild Alþingistíðinda. (3152)

73. mál, kröfur til trúnaðarmanna Íslands erlendis

Forsætisráðherra (JM):

Aðeins stutt leiðrjetting á því, sem hv. 3. landsk. (JJ) sagði viðvíkjandi konsúlnum í Genúa. Hann hjelt því fram, að ísl. konsúll hefði ekki getað verið þar, og þess vegna hefði Gunnar Egilsson komið heim. En þetta er ekki rjett. Það gat vel verið þar ísl. konsúll. Ekkert var því til fyrirstöðu. En Gunnar Egilsson var bara ekki sendur sem konsúll, heldur sem erindreki.

Jeg hefi nú reyndar áður um þetta rætt, en vildi þó ekki láta orð hv. 3. landsk. (JJ) standa ómótmælt. En það er nú svo um þennan hv. þm., að hann skilur hvorki upp nje niður í þessu máli, og svo mun og í mörgum öðrum málum, og er þetta þó það minsta, er um hann verður sagt.